fbpx

Hamingja og Heilsa- 16 vikna námskeið.

Vilt þú bæta sjálfstraustið og vera besta útgáfan af sjálfum þér.

Hamingja og Heilsa er 16 vikna námskeið sem hjálpar þér að byggja upp sjálfstraust, læra inn á sjálfa þig, búa til heilbrigðar venjur, forðast allar öfgar og finna jafnvægi í þínu lífi.

Við vinnum í því að breyta hugsunarhætti, bæta andlega vellíðan og auka almennt heilbrigði í gegnum video viðtöl, fræðsluefni og verkefna vinnu. Ný verkefni í hverri viku sem ýta þér í að verða besta útgáfan af sjálfum þér, auka sjálfstraust, lífsgæði og að líða sem best í eigin skinni.

Hvernig fer námskeiðið fram?

Námskeiðið er byggt upp í vikum, í hverri viku opnast fyrir ný fræðsluefni og verkefni, sem eru unnin inn í Hope kerfinu, sem leiða þig áfram í gegnum námskeiðið. Ásamt verkefnunum heldur þú dagbók, stundar hreyfingu og hefur video viðtöl við mig, Eddu Dögg (Msc. Sálfræði), þar sem við förum yfir andlega vellíðan, og ræðum stöðuna og framhaldið. Video viðtöl eru í byrjun hvers mánaðar, þess á milli erum við í reglulegu sambandi.

*Flest stéttafélög niðurgreiða námskeiðið

Skrá mig Hentar Hope mér?

Hvaða efni er farið yfir á námskeiðinu?

  • Að auka sjáfstraust
  • Jákvæður hugsunarháttur
  • Að finna gleðina
  • Að skapa sér venjur
  • Svefn
  • Hollt mataræði
  • Markmiðasetning
  • Sjálfsstyrking
  • Hreyfing

Skrá mig


“Ég byrjaði í þjálfun hjá Eddu Dögg þegar ég var búin að missa allt sjálfstraust og leið ílla í eigin skinni. Hún bjó til matarplan sem var ekki of flókið, var auðvelt að grípa í og það hentar mér mjög vel. Hún bjó einnig til geggjað æfingaplan fyrir mig og þar sem ég hafði aldrei verið í líkamsræktarstöð af viti þá kunni ég ekkert til þess að byrja með. Hún breytti alltaf bæði matar/æfingarplönunum ef það var einhvað sem ég fékk nóg af eða vildi breyta til. Ég hef misst núna 18 kg og hef náð að breyta um lífsstíl ég er ekki lengur í þessu týpíska “átaki” heldur lifi ég heilbrigðum lífsstíl, hugsa rökrétt og líður vel í eigin skinni. Hún hefur ekki bara hjálpað mér líkamlega heldur gjörbreytti hún andlegu hliðinni minni sem var gjörsamlega brotin.

Ég hafði marg oft áður reynt að grennast en mér tókst það aldrei fyrr en Edda Dögg hélt utan um það sem ég var að gera og veitti mér ómetanlegan stuðning og hvatningu. Langar að enda þetta á að þakka Eddu Dögg fyrir allt saman ég mun vera þakklát fyrir þessa breytingu að eilífu.”
⭐⭐⭐⭐⭐/5

Sara Lind

“Í Hope er gott að vera, þú ert hvetjandi, kemur með góðar lausnir og heldur vel utan um mann. Hjá þér hef ég fengið ótal verkfæri til að auðvelda mér skrefin í átt að betri líðan og hef lært að hugsa öðruvísi um mig sjálfa t.d. hvernig hægt er að borða í veislu, hvað ég borða yfir daginn og hvenær, fengið persónulegar æfingar ásamt hugaræfingum.”

“Persónulegu fundirnir með þér eru áhrifamiklir af því leiti að það er svo gott að ræða málin á annan hátt en að skrifa, fá ábendingar, leiðbeiningar og hvatningu frá þér. Þessi tími hefur verið einn sá lærdómsríkasti þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu, breyttu hugarfari og aukinni vellíðan.”

“Minn langstærsti sigur eftir þennan tíma er breytt hugarfar”
Gréta
Hope kúnni

“Mér finnst ótrúlega gott að vera í þjálfun hjá Hope.is. Þegar ég byrjaði þá byrjuðum við hægt og rólega, byrjaði á því að taka til í mataræðinu svo fékk ég heima æfingar svo jókst þetta smám saman. Ef maður fór eitthvað út af sporinu þá bara peppaði hún mann.”

“Ég er búinn að vera hjá Hope.is frá janúar- ágúst 2018 og er ekki hætt hjá Hope.is eða hvergi nærri hætt.  Ég er búinn að missa rúm 10 kg á þessum mánuðum, og hefur aldrei  liðið jafn vel andlega og líkamlega.”

“Ég mæli 110% með því að skrá sig í þjálfun hjá Hope.is ef manni langar að breyta lífsstílnum sínum””
Sigurborg
Hope kúnni

Ég ákvað að skrá mig hjá Hope vegna þess að ég þurfti á stuðningi við að koma lífsstíl mínum í réttan farveg. Þessi tími sem ég er búin að vinna með Eddu Dögg er búin að gera mér gott og hvetja mig áfram í að bæta mataræði mitt og hreyfingu. Það var það sem ég þurfti. Ég hvet alla sem þurfa þessa aðstoð til að prófa.
Ánægður
Hope kúnni

Skráning er hafin!

Nú er skráning í gangi fyrir Hamingju og Heilsu námskeiðið hjá Hope. Námskeiðið er 4 mánuðir og kostar aðeins 19.900 kr. á mánuði*. Hægt er að greiða með greiðsluseðli í heimabanka.

*Flest stéttafélög niðurgreiða námskeiðið

Skráðu þig í dag til að hefja þína lífsstílsbreytingu. Láttu þetta vera daginn sem að þú tekur fyrsta skrefið í átt að hamingjusamara lífi.

Skrá mig

Verð á mánuði er aðeins

19.900 kr.

  • Video viðtöl í hverjum mánuði
  • Vikuleg verkefni
  • Vikulegt fræðsluefni
  • Leiðbeiningar og kennsla með mataræði
  • Hreyfing sem hentar þér
  • Mikil hvatning og aðhald í gegnum allt námskeiðið

MSc. í Íþróttasálfræði,  BSc. í Hreyfifræði og ISSA einkaþjálfari

Ég stofnaði Hope vegna þess að mér fannst vanta betri lausn til að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl og halda í þann árangur sem það nær til frambúðar. Margir fara í stutt tímabundin átök sem bera lítinn ávöxt til lengri tíma. En síðan 2017 hef ég sérhæft mig í að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl með því að setja andlega vellíðan fyrst og byrja á því að gera breytingu á hugarfari með því að fara í gegnum lítil skref og ná þannig í varanlegan árangur með heilbrigði í fyrirrúmi.

Ég er með Bachelor of Science gráðu í Hreyfifræði (Kinesiology) með áherslu á þjálfun frá San Franisco State University og Mastersgráðu í Sálfræði með áherslu á íþrótta/heilsu sálfræði frá Capella Unviersity. Ég valdi sálfræði því ég veit af reynslu hvað það er mikilvægt að hafa andlegu hliðina í lagi, og að hún er alveg jafn mikilvæg og líkamleg heilsa þegar það er verið að gera lífsstílbreytingu. Varanlegar breytingar þurfa alltaf að byrja í breyttu hugarfari.

Ég hef verið í íþróttum allt mitt líf, en ég byrjaði ung í fimleikum og æfði hjá fimleikafélaginu Björk. Þegar ég lagði fimleikabolinn á hilluna byrjaði ég að þjálfa fimleika og fór svo út í því að vinna á líkamsræktarstöð sem hópaþjálfari og einkaþjálfari. Ég er einnig með einkaþjálfararéttindi frá International Sport Science Association og hef unnið sem einkaþjálfari og fjareinkaþjálfari í mörg ár.

Hamingja og Heilsa

Hamingja og heilsa er 16 vikna námskeið sem Hope býður upp á. Námskeiðið er hannað fyrir einstaklinga sem vantar hjálp og stuðning við að auka gleði og jafnvægi í í sínu lífi, ásamt því að breyta yfir í heilbrigðan lífsstíl bæði fyrir líkama og sál. Þú ferð í gegnum námskeiðið með því að lesa fræðsluefni og vinna verkefni í hverri viku, ásamt video viðtölum við mig í hverjum mánuði. Verkefnin leiða þig í gegnum ferlið og hjálpa þér að læra hvað hentar þér og þínum lífsstíl.

Við vinnum saman í gegnum allt námskeiðið, ég fer yfir öll verkefnin og hjálpa þér að fá sem mest út úr þeim, ásamt því að veita þér stuðning og hvattningu. Við gerum þetta saman, og þú hefur alltaf aðgang að því að senda mér skilaboð með spurningum eða vangaveltum.

Ég nýti mína menntun í hreyfifræði – með áherslu á þjálfun (Bsc. í hreyfifræði) og Sálfræði (Msc. Sálfræði) til að setja saman þetta námskeið svo að þú náir sem mestum árangri.

Sérhannað tölvuforrit

Þú færð þinn eigin aðgang að Hope.is sem er sérhannað lífsstílsbreytingar forrit sem heldur utan um alla þjálfunina. Kerfið inniheldur verkefnasíðu, matardagbók, æfingadagbók, dagbók og samskiptakerfi sem við notum til þess að halda utan um þjálfunina.

Hægt er að nota Hope.is bæði í tölvu og á snjallsíma, vefurinn virkar bæði í iPhone og Android símum.

Hugarfarsbreyting

Fræðsluefni

Mikill Stuðningur

Verkefna vinna

Hreyfing

Sérhannað kerfi