Hamingja og Heilsa- 16 vikna námskeið.
Vilt þú bæta sjálfstraustið og vera besta útgáfan af sjálfum þér.
Hamingja og Heilsa er 16 vikna námskeið sem hjálpar þér að byggja upp sjálfstraust, læra inn á sjálfa þig, búa til heilbrigðar venjur, forðast allar öfgar og finna jafnvægi í þínu lífi.
Við vinnum í því að breyta hugsunarhætti, bæta andlega vellíðan og auka almennt heilbrigði í gegnum video viðtöl, fræðsluefni og verkefna vinnu. Ný verkefni í hverri viku sem ýta þér í að verða besta útgáfan af sjálfum þér, auka sjálfstraust, lífsgæði og að líða sem best í eigin skinni.
Hvernig fer námskeiðið fram?
Námskeiðið er byggt upp í vikum, í hverri viku opnast fyrir ný fræðsluefni og verkefni, sem eru unnin inn í Hope kerfinu, sem leiða þig áfram í gegnum námskeiðið. Ásamt verkefnunum heldur þú dagbók, stundar hreyfingu og hefur video viðtöl við mig, Eddu Dögg (Msc. Sálfræði), þar sem við förum yfir andlega vellíðan, og ræðum stöðuna og framhaldið. Video viðtöl eru í byrjun hvers mánaðar, þess á milli erum við í reglulegu sambandi.
*Flest stéttafélög niðurgreiða námskeiðið