Viltu léttast, styrkjast og líða vel með sjálfan þig?

Þá er Hope fyrir þig!
16 vikna lífsstílsbreyting með fókus á andlegt og líkamlegt heilbrigði ásamt auknu sjálfstrausti.

Hope er þjálfun sem hjálpar þér að vera þinn helsti stuðningsmaður, en ekki gagnrýnandi. Þú ert leidd/ur í gegnum lítil skref í átt að hollari lífsstíl, engar öfgar. Þú færð hjálp við að gera breytingar á hugsunarhætti varðandi mataræði, og hreyfingu, ásamt því að hafa val um hvernig máltíðir og tegund af hreyfingu þú vilt, til þess að tryggja að þetta verði skemmtileg og uppbyggileg reynsla sem hentar þér og að þú getur haldið áfram að byggja ofan á. Einnig færð þú sent fræðsluefni til að hjálpa þér að læra hvað hentar þér og þínum líkama til þess að geta haldið áfram á þessari braut til framtíðar.

Þú færð ótakmarkaða aðstoð ráðgjafa, sem hefur hreyfifræði (BSc.) og sálfræði menntun (MSc), til að komast yfir allar þær líkamlegu og andlegu hindranir sem hafa hingað til verið að stöðva þig í að ná árangri. Samskipti fara í gegnum tölvu, bæði skrifleg og video viðtöl, svo ekki skiptir máli hvar þú ert á landinu.

Skrá mig Nánari upplýsingar

Umsagnir frá kúnnum


„Ég byrjaði í þjálfun hjá Eddu Dögg þegar ég var búin að missa allt sjálfstraust og leið ílla í eigin skinni. Hún bjó til matarplan sem var ekki of flókið, var auðvelt að grípa í og það hentar mér mjög vel. Hún bjó einnig til geggjað æfingaplan fyrir mig og þar sem ég hafði aldrei verið í líkamsræktarstöð af viti þá kunni ég ekkert til þess að byrja með. Hún breytti alltaf bæði matar/æfingarplönunum ef það var einhvað sem ég fékk nóg af eða vildi breyta til. Ég hef misst núna 18 kg og hef náð að breyta um lífsstíl ég er ekki lengur í þessu týpíska „átaki“ heldur lifi ég heilbrigðum lífsstíl, hugsa rökrétt og líður vel í eigin skinni. Hún hefur ekki bara hjálpað mér líkamlega heldur gjörbreytti hún andlegu hliðinni minni sem var gjörsamlega brotin.

Ég hafði marg oft áður reynt að grennast en mér tókst það aldrei fyrr en Edda Dögg hélt utan um það sem ég var að gera og veitti mér ómetanlegan stuðning og hvatningu. Langar að enda þetta á að þakka Eddu Dögg fyrir allt saman ég mun vera þakklát fyrir þessa breytingu að eilífu.“
⭐⭐⭐⭐⭐/5

Sara Lind

„Í Hope er gott að vera, þú ert hvetjandi, kemur með góðar lausnir og heldur vel utan um mann. Hjá þér hef ég fengið ótal verkfæri til að auðvelda mér skrefin í átt að betri líðan og hef lært að hugsa öðruvísi um mig sjálfa t.d. hvernig hægt er að borða í veislu, hvað ég borða yfir daginn og hvenær, fengið persónulegar æfingar ásamt hugaræfingum.“

„Persónulegu fundirnir með þér eru áhrifamiklir af því leiti að það er svo gott að ræða málin á annan hátt en að skrifa, fá ábendingar, leiðbeiningar og hvatningu frá þér. Þessi tími hefur verið einn sá lærdómsríkasti þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu, breyttu hugarfari og aukinni vellíðan.“

„Minn langstærsti sigur eftir þennan tíma er breytt hugarfar“
Gréta
Hope kúnni

„Mér finnst ótrúlega gott að vera í þjálfun hjá Hope.is. Þegar ég byrjaði þá byrjuðum við hægt og rólega, byrjaði á því að taka til í mataræðinu svo fékk ég heima æfingar svo jókst þetta smám saman. Ef maður fór eitthvað út af sporinu þá bara peppaði hún mann.“

„Ég er búinn að vera hjá Hope.is frá janúar- ágúst 2018 og er ekki hætt hjá Hope.is eða hvergi nærri hætt.  Ég er búinn að missa rúm 10 kg á þessum mánuðum, og hefur aldrei  liðið jafn vel andlega og líkamlega.“

„Ég mæli 110% með því að skrá sig í þjálfun hjá Hope.is ef manni langar að breyta lífsstílnum sínum““
Sigurborg
Hope kúnni

Ég ákvað að skrá mig hjá Hope vegna þess að ég þurfti á stuðningi við að koma lífsstíl mínum í réttan farveg. Þessi tími sem ég er búin að vinna með Eddu Dögg er búin að gera mér gott og hvetja mig áfram í að bæta mataræði mitt og hreyfingu. Það var það sem ég þurfti. Ég hvet alla sem þurfa þessa aðstoð til að prófa.
Ánægður
Hope kúnni

Árangur

sem endist

Lítil skref

í einu

Aðstoð ráðgjafa

í gegnum video viðtöl og skilaboð

Mataræði

Venjulegur heimilismatur og engar öfgar

Æfingar

sem hentar þér. Í rækt, heima eða úti

Sérhannað kerfi

Auðvelt í notkun, bæði í tölvu og snjallsíma

Er Hope fyrir þig?

 • Ert þú komin á það stig í lífinu að þú ert tilbúin til þess að gera róttækar breytingar í átt að betri líkamlegri og andlegri heilsu?
 • Ertu tilbúin til að taka ábyrgð á eigin heilsu?
 • Vilt þú léttast og styrkjast?
 • Vilt þú hjálp við að velja hollari mat, réttar skammtastærðir og hreyfingu?
 • Viltu stuðning og hvatningu í gegnum ferlið?
 • Viltu gera breytingu sem endist?
 • Ertu tilbúin að gefa þér 16 vikur til þess að gera lífsstílsbreytingu sem endist?

Ef svarið er já, þá er HOPE fyrir þig!

Skrá mig

Skráning er hafin!

Nú er skráning í gangi fyrir þá sem vilja byrja hjá Hope. Hope kostar aðeins 19.900 kr. á mánuði með 16 vikna skuldbindingu. Hægt er að greiða með kreditkorti eða með greiðsluseðli í heimabanka.

Skráðu þig í dag til að hefja þína lífsstílsbreytingu. Láttu þetta vera daginn sem að þú tekur fyrsta skrefið í átt að heilbrigðari lífsstíl.

Athugið að þetta er 16 vikna skuldbinding, og umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að gefa sér 16 vikur í lífsstílsbreytinguna.

Skrá mig

Verð á mánuði er aðeins

19.900 kr.

 • Ótakmörkuð video viðtöl
 • Andlegur stuðningur og kennsla í að breyta hugsunarhætti
 • Leiðbeiningar og kennsla með mataræði
 • Æfingar sem henta þér

Hvað er Hope?

Hope er 16 vikna lífsstílsbreytingar prógramm hannað fyrir einstaklinga sem vantar hjálp og stuðning við að breyta yfir í heilbrigðan lífsstíl. Prógrammið einblínir á betri líkamlega og andlega heilsu með því að leiða þig í gegnum breytingar að hollara mataræði, hreyfingu og andlegu jafnvægi. Varanlegt þyngdartap kemur náttúrulega með heilbrigðari lífsstíl, en engum öfgum.

Þetta er ekki kúr, eða skyndilausn, heldur lífsstílsbreyting sem er gerð til að endast. Þjálfunin hentar einstaklingum sem þurfa mikla aðstoð, aðhald og stuðning, og vilja taka lítil skref í einu með hjálp frá sérfræðing á þessu sviði. Prógrammið er 16 vikur því það er vísindalega sannað að það tekur tíma að breyta venjum og gera varanlega lífsstílsbreytingu.

Þú færð hjálp við að gera breytingar á hugsunarhætti, mataræði, og hreyfingu, ásamt því að hafa val um hvernig máltíðir og tegund af hreyfingu þú vilt, til þess að tryggja að þetta verði skemmtileg og uppbyggileg reynsla. Einnig færð þú sent fræðsluefni til að hjálpa þér að læra hvað hentar þér og þínum líkama til þess að geta haldið áfram á þessari braut til framtíðar.

Vika 1

Vika 1 byrjar á video viðtali við þjálfara, sem fer með þér yfir allt ferlið, og allar þær spurningar og áhyggjur sem þú hefur. Einnig förum við yfir markmiðin sem þú verður búin að skrá niður fyrir næstu 4 vikur. Út frá því viðtalið byrjum við ferlið. Við byrjum á því að þú heldur matardagbók með því að skrá inn í kerfið það sem þú borðar yfir vikuna, til þess að þjálfarinn sjái hvar þú stendur. Þar sem við erum bara að taka fyrstu skrefin, þá er engin æfing í þessari viku. Þessi vika snýst aðalega um að koma sér í gang og kynnast kerfinu.

Við erum að gera þetta saman, þú ert ekki ein/einn, þú hefur alltaf aðgang að þjálfaranum þínu sem er með menntun í íþróttasálfræði og hreyfifræði í gegnum video viðtöl og skilaboð fyrir andlegan stuðning og ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur. Við verðum í miklu sambandi í gegnum alla þjálfunina.

Vika 2

Vika tvö er mjög svipuð viku eitt, þar sem við erum að koma Hope prógramminu inn í rútínuna þína. Hér ert þú búin að fá fræðsluefni og ráðleggingarnar frá þjálfara sem þú nýtir þér í að gera litlar breytingar. Einnig er fyrsta skrefið í hreyfingu tekið, þitt verkefni í þessari viku er að velja hvar og hvernig þú vilt æfa, en þú getur valið að æfa heima, úti (göngutúrar) eða í rækt. Út frá því vali, færð þú æfingarprógramm til að fylgja, en æfingarnar fara rólega af stað, þar sem við erum að venja líkamann við breytingar en síðan eykst fjöldi æfinga hægt og rólega á komandi vikum.

Þú verður í samskiptum við þjálfarann þinn yfir vikuna til að halda hvatningu, en þú hefur ávallt aðgang að honum í gegnum video viðtöl og tölvupóst, við erum að gera þetta saman.

Vika 3

Hér tökum við næsta skref í mataræðinu, þar sem þú ert búin að halda matardagbók í smá tíma þá ættir þú að vera komin með hugmynd af því hvar þú stendur með mataræðið ásamt því að vera orðin meðvituð um þína skammta. Þegar það er komið þá færð mataruppástungur inn í matardagbókina þína sem þú velur úr til þess að gera þér matseðil. Þú hefur alltaf nokkra valmöguleika fyrir hverja máltíð. Í þessari viku byrjum við á því að einbeyta okkur að morgunmatnum, því besta leiðin til að ná fram langvarandi lífsstílsbreytingu er að taka lítil skref í einu. Í þessari viku heldur þú áfram með æfingarprógrammið þitt, eins og í síðustu viku. Þú hefur ávallt aðgang að þjálfaranum þínum í gegnum video viðtöl og skilaboð.

Sérhannað tölvuforrit

Þú færð þinn eigin aðgang að Hope.is sem er sérhannað lífsstílsbreytingar forrit sem heldur utan um alla þjálfunina. Kerfið inniheldur matardagbók, æfingadagbók, mælingakerfi, dagbók og samskiptakerfi sem við notum til þess að halda utan um þjálfunina.

Hægt er að nota Hope.is bæði í tölvu og á snjallsíma, vefurinn virkar bæði í iPhone og Android símum.

MSc. í Íþróttasálfræði,  BSc. í Hreyfifræði og ISSA einkaþjálfari

Ég stofnaði Hope vegna þess að mér fannst vantar betri lausn til að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl og halda í þann árangur sem það nær til frambúðar. Margir fara í stutt tímabundin átök sem bera lítinn ávöxt til lengri tíma. En undanfarin ár hef ég sérhæft mig í að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl með því að fara í gegnum lítil skref og ná þannig í varanlegan árangur með heilbrigði í fyrirrúmi.

Ég er með Bachelor of Science gráðu í Hreyfifræði (Kinesiology) með áherslu á þjálfun frá San Franisco State University og Mastersgráðu í Sálfræði með áherslu á íþrótta/heilsu sálfræði frá Capella Unviersity. Ég valdi sálfræði því ég veit af reynslu hvað það er mikilvægt að hafa andlegu hliðina í lagi, og að hún er alveg jafn mikilvæg og líkamleg heilsa þegar það er verið að gera lífsstílbreytingu. Varanlegar breytingar þurfa alltaf að byrja í breyttu hugarfari.

Ég hef verið í íþróttum allt mitt líf, en ég byrjaði ung í fimleikum og æfði hjá fimleikafélaginu Björk. Þegar ég lagði fimleikabolinn á hilluna byrjaði ég að þjálfa fimleika og fór svo út í því að vinna á líkamsræktarstöð sem hópaþjálfari og einkaþjálfari. Ég er einnig með einkaþjálfararéttindi frá International Sport Science Association og hef unnið sem einkaþjálfari og fjareinkaþjálfari í mörg ár.

Edda Dögg Ingibergsdóttir