Hvað er Hope?
Hope er 6 mánaða lífstílsbreytingar prógramm hannað fyrir einstaklinga sem vantar hjálp og stuðning við að breyta yfir í heilbrigðan lífsstíl og léttast. Prógrammið einblínir á betri líkamlega og andlega heilsu með því að leiða þig í gegnum breytingar að hollara mataræði og hreyfingu. Varanlegt þyngdartap kemur náttúrulega með heilbrigðari lífsstíl, en engum öfgum.
Þetta er ekki kúr, eða skyndilausn, heldur lífstílsbreyting sem er gerð til að endast. Prógrammið hentar einstaklingum sem eru komnir í þrot, þurfa mikla aðstoð, aðhald og stuðning, og vilja taka lítil skref í einu með hjálp frá sérfræðing á þessu sviði. Prógrammið er 6 mánuðir því það er vísindalega sannað að það tekur tíma að gera varanlega lífstílsbreytingu.
Við hjálpum þér að gera breytingar á hugsunarhætti, mataræði, og hreyfingu, ásamt því að gefa þér tækifæri til að hafa val um máltíðir og tegund af hreyfingu, til þess að tryggja að þetta verði skemmtileg og uppbyggileg reynsla. Einnig færð þú sent fræðsluefni til að hjálpa þér að læra hvað hentar þér og þínum líkama til þess að geta haldið áfram á þessari braut til framtíðar.