Skilmálar
Leitið ávallt til læknis áður en byrjað er á nýju æfingakerfi eða nýju matarplani. Allar æfingar henta ekki öllum. Hættu tafarlaust ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka. Upplýsingarnar og ráðleggingarnar á þessari vefsíðu koma ekki í stað ráðlegginga frá lækni eða læknismeðferðar.
Dagsform (dagsform.is) er rekið af Dagsform ehf (hér eftir “Dagsform” “okkur” eða “við” ), sem er félag skráð á Íslandi og fylgir íslenskum lögum. Vinsamlegast athugaðu að í þessum skilmálum felst lagalega bindandi samkomulag milli þín og Dagsform. Vinsamlegast lesið yfir allan samninginn áður en þú byrjar að nota þjónustuna. Með því að skrá þig í þjónustuna, samþykkir þú þessa skilmála. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála mátt þú ekki skrá þig inn á vefinn né nota hann á annan hátt. Dagsform má breyta og uppfæra skilmálana hvenær sem er og skulu breytingarnar taka gildi um leið og skilmálarnir hafa verið uppfærðir á netinu. Þú samþykkir að skoða skilmálana reglulega og áframhaldandi notkun þín á vefnum ígildir samþykki á nýjum skilmálum. Ennfremur áskilur Dagsform sér rétt til þess að takmarka, breyta, neita eða hætta með þessa þjónustu hvenær sem er og án fyrirvara. Dagsform er ekki skaðabótaskylt skuli það nýta sér rétt sinn til að hætta með þessa þjónustu.
1. Notkun á þjónustunni
Dagsform er ekki heilbrigðisþjónusta og hefur ekki sérþekkingu til að greina, skoða eða meðhöndla sjúkdóma af neinu tagi eða að meta áhrif æfinga á neina sjúkdóma. Notendur eru ábyrgir fyrir eigin heilsu og ákvörðunum sem hafa áhrif á hana, svo sem breytingu á mataræði og æfingum. Þess vegna er nauðsynlegt að þú hafir samband við lækni áður en breytingar eru gerðar á mataræði eða æfingum sem er ráðlagt af Dagsform vefsíðunni.
Með því að skrá þig á síðunni, samþykkir þú að hafa leyfi frá lækni til að taka þátt í æfingum frá Dagsform. Við líkamsþjálfun er möguleiki á meiðslum eða dauða.
Dagsform er ekki ábyrgt fyrir neinum heilsukvillum eða vandamálum sem gætu stafað af þjálfun, vöru eða öðru sem þú lærðir í gegnum Dagsform. Ef þú fylgir æfingakerfi sem þú færð hjá Dagsform, samþykkir þú að gera það á eigin ábyrgð og gerir það af fúsum og frjálsum vilja.
Dagsform reynir að veita aðeins hjálpsamar og nákvæmar upplýsingar en Dagsform getur ekki ábyrgst allar upplýsingar, þjónustur eða tillögur sem koma fram á vefsíðunni. Dagsform er ekki ábyrgt fyrir nákvæmni upplýsinga.
2. Gjaldgengir notendur
Dagsform er aðeins í boði fyrir einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri og geta myndað lagalega bindandi samninga samkvæmt gildandi lögum. Með því að nota Dagsform, ábyrgist þú að þú uppfyllir þessi skilyrði og samþykkir að hafa getu til að mynda lagalega bindandi samning.
3. Bannaðar aðgerðir.
Í tengslum við notkun þína á Dagsform, samþykkir þú að þú munt ekki:
a. afrita, reyna að komst að frumkóða, dreifa, senda, birta, fjölfalda flytja eða selja upplýsingar, hugbúnað, vörur eða þjónustu sem fengin er í gegnum þjónustuna.
b. nota þjónustuna með einhverjum öðrum hætti en ætlast er.
c. senda skilaboð eða aðrar upplýsingar sem eru ólögleger, skaðlegar, ógnandi, móðgandi, ærumeiðandi, dónalegar, ruddalegar eða á annan hátt óæskilegar sem gengur á rétt fólks til einkalífs.
d. líkja eftir öðrum einstaklingi eða aðila, þ.mt. og án takmarkana, starfsmanni Dagsform eða tengja þig ranglega við starfsmann
e. senda eða dreifa efni sem inniheldur vírus eða skemmd gögn.
f. eyða út höfundum, lagalegum fyrirvörum eða öðru sem þú sendir inn til Dagsform.
g. nota samskiptatækin með þeim hætti að það hafi slæm áhrif á aðra notendur.
h. senda óumbeðnar upplýsingar, svo sem kynningarefni, ruslpóst, keðjubréf eða annarskonar efni.
i. brjóta í bága við lög.
j. senda inn eða dreifa efni sem brýtur einhversskonar einkaleyfi, vörumerki, viðskipta leyndarmál, höfundarétt eða annan eignarétt.
k. eyða eða endurskoða efni sem birt er af öðrum einstaklingi.
l. breyta eða sýna þjónustuna með iframe/ramma tækni
m. skrá eða reyna að skrá, afskrá eða reyna að afskrá aðila eða þjónustu sem þú hefur ekki heimild til.
n. nota þjónustuna í ólöglegum tilgangi eða sem brýtur í bága við þessa skilmála.
Þú mátt ekki nota vefsíðuna á nokkurn hátt sem gæti skaðað eða sett óverulegt álag á netþjóna okkar eða net eða truflað notkun annarra notenda.
Að auki mátt þú ekki reyna að fá óviðkomandi agang að vefsíðunni, þjónustum, reikningum, tölvukerfum eða netkerfum í tengslum við dagsform.is með neinum hætti. Þú mátt ekki reyna að verða þér úti um efni eða upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar fyrir alla í gegnum vefsvæðið eða þjónustuna.
4. Greiðslur
Á vefnum geta verið til sölu ýmsir hlutir eða þjónusta. Ef þú kaupir þessar vörur eða gerist áskrifandi að þessum þjónustum verður þú beðin/n um að gefa upp ákveðnar upplýsingar, svo sem nafn, heimilisfang, símanúmer og kredit korta upplýsingar. Þú samþykkir að veita okkur réttar upplýsingar og samþykkir einnig að þú ert ábyrg/ur fyrir öllum þeim kostnaði sem fellur á þinn reikning ásamt sköttum.
Sum þjónusta er áskriftarþjónusta. Ef þú gerist áskrifandi, þá samþykkir þú að greiða þau gjöld sem um ræðir ásamt sköttum. Ef þú vilt segja upp áskriftinni, þá þarft þú að gera það áður en greiðsla fyrir næsta mánuð er skuldfærð. Ef þú segir upp áskriftinni meðan á prufu tíma stendur, þá greiðir þú ekki neitt. Aðganginum þínum verður lokað um leið og þú segir upp án endurgreiðslu. Við áskiljum okkur rétt til að breyta verðum á vörum og þjónustum eða setja inn ný gjöld á þjónustur sem við veitum, þær breytingar taka gildi við tilkynningu sem send er til notenda.
Við áskiljum okkur rétt til að loka hvað aðgangi sem er af hvaða ástæðu sem er.
5. Almennir skilmálar.
Þú berð ábyrgð á því að enginn annar komist yfir þitt notendanafn og lykilorð.Þú berð einnig ábyrgð á því að uppfæra þínar persónulega upplýsingar ef það á við, en það er nauðsynlegt að gefa upp gilt netfang.
Þú berð ábyrgð á öllu sem fer fram á þínum aðgangi, hvort sem það ert þú eða einhver annar sem notar þinn aðgang. Þú samþykkir að láta okkur vita tafarlaust ef þig grunar að utanaðkomandi aðili sé að nota þinn aðgang án leyfis. Dagsform ber ekki ábyrgð á gagnatapi sem þú verður fyrir ef einhver utanaðkomandi aðili notar þinn aðgang, með eða án þín leyfis. Hinsvegar, getur þú þurft að bera ábyrgð á því ef að Dagsform/Dagsform eða annar aðili verður fyrir skaða ef utanaðkomandi aðili notar þinn aðgang.
6. Skilaboðakerfi
Dagsform mun ekki fara yfir eða ritskoða samskipti sem fara í gegnum skilaboðakerfið og Dagsform ber ekki ábyrgð á þeim samskiptum. Hinsvegar, samþykkir þú að við höfum rétt til þess að fylgjast með samskiptum ef við teljum þörf á. Auð auki áskiljum við okkur rétt til þess að breyta eða eyða skilaboðum eða efni af hvaða ástæðu sem er og láta af hendi þær upplýsingar til þriðja aðila til að viðhalda lögum eða reglugerðum eða til að vernda okkur, viðskiptavini okkar, ábyrgðarmenn, notenda eða gesti.
7. Innihald frá þriðja aðila.
Sumt af innihaldi á Dagsform er frá þriðja aðila eða notendum. Samkvæmt því er Dagsform dreifingaraðili en ekki útgefandi þess efnis og hefur ekki heimild til að ritstýra því efni frekar en bókasafn, bókabúð eða blaðastandur. Allar þær skoðanir, ráðgjöf, staðhæfingar, þjónustur, tilboð eða aðrar upplýsingar frá þriðja aðila eru skoðanir viðkomandi höfundar en ekki skoðanir Dagsform. Hvorki Dagsform/Dagsform né þriðji aðili ber ábyrgð á því að upplýsingarnar séu réttar eða nákvæmar..
Ennfremur, ber Dagsform ekki ábyrgð á nákvæmni og áræðanleika upplýsinga skoðana, ráðgjafa eða yfirlýsinga á síðum eða þjónustum sem einhver annar en viðurkenndur fulltrúi Dagsform gefur út.
8. Hegðun notenda
Við gerum ráð fyrir því að notendur Dagsform séu ábyrgir og noti þau tæki og tól á Dagsform aðeins í löglegum tilgangi. Ef Dagsform telur að einhver notandi sé ekki að nota kerfið á ábyrgan eða löglegan hátt, getum við ritskoðað, breytt eða lokað fyrir aðgang þess notanda að síðunni.
9. Einkaleyfisréttur
Þú samþykkir að dagsform.is inniheldur upplýsingar og gögn sem eru varin með höfundar- og eða hugverkarétti og öðrum lögum og þessar upplýsingar eru alfarið eign Dagsform eða leyfisveitanda. Þú samþykkir einnig að þær upplýsingar sem eru í auglýsingum á eða í tengslum við Dagsform eru einnig verndaðar af höfundarrétti eða öðrum eignarétti.
Friðhelgi
Við munum ekki leigja, selja eða deila þínum persónuupplýsingum með þriðja aðila nema í þeim aðstæðum sem lýst er hér fyrir neðan. Ef þú vilt ekki að við notum eða miðlum þínum persónuupplýsingum eins og er lýst hér fyrir neðan mátt þú ekki nýta þér þjónustu Dagsforms.
Við kunnum að birta og/eða deila þínum persónuupplýsingum til þriðja aðila til að: (a) til að uppfylla lagaleg skilyrði, svo sem lög, reglugerðir, leitarheimildir, stefnur eða dómsúrskurði (b) í sértökum tilvikum, þar sem þér eða öðrum gæti mögulega stafað hætta af, öryggi landsins ógnað, möguleg ógn við tölvukerfi okkar eða í þeim tilfellum þar sem við teljum að það þurfi að rannsaka eða koma í veg fyrir skaða, svik, misnotkun, ólöglega hegðun eða brot eða meint brot á þessum skilmálum eða öðrum samningi.
Við kunnum að deila samanlögðum lýðfræðilegum upplýsingum með samstarfsaðilum og augslýsendum til þess að koma með einstaklingsmiðaðar augýsingar. Þetta er ekki tengt við persónulegar upplýsingar sem gætu borið kennsl á einhvern einn einstakling.
Með því að slá inn mat í matardagbókina eða æfingar í æfingakerfið, gefur þú okkur leyfi til að greina næringarinnihald þess sem þú hefur innbyrt og æfingagetu þína. Þessar upplýsingar gera okkur kleift að búa til gröf af þyngd, mælingum, kaloríum og fleira. Við nýtum okkur þessar upplýsingar einnig til að koma með tillögur á mataræði og æfingum.
Þú samþykkir að skrá þig á póstlistann okkar, en þú getur afskráð þig hvenær sem er af póstlistanum okkar með því að fylgja leiðbeiningunum sem eru neðst í tölvupóstinum. Fréttabréfið okkar gerir okkur kleift okkur að segja þér frá nýjum vörum, tilboðum og fleira.
Við notum “log” skrár, “IP” tölur og utanaðkomandi þjónustur til að safna saman og greina heimsóknir á vefinn okkar og verslunarmynstur. Ekkert af þessu skilgreinir gesti okkar persónulega. Þetta er aðeins notað til að hjálpa okkur að skilja betur árangur okkur í auglýsingum, hvernig þú notar vefinn og hvernig við getum mögulega bætt hann til að auka þína ánægju.
Við notum vefkökur (cookies) til að auðkenna þig þegar þú kemur aftur á vefinn til að þú getir fengið viðeigandi upplýsingar sjálfkrafa. Þær gera okkur einnig kleift að fylgjast með áhuga notenda á mismunandi stöðum vefsins og þær upplýsingar getum við svo nýtt okkur til að gera vefinn áhugaverðari. Við setjum ekki persónulegar upplýsingar í vefkökurnar.
Þegar þú notar okkar þjónustu og gefur upp persónulegar upplýsingar, þá samþykkir þú að við söfnum þessum upplýsingum saman í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga. Ef við ákveðum að breyta þessum skilmálum/stefnu okkar á einhvern hátt munu þær breytingar birtast hér.