fbpx

Edda Dögg Ingibergsdóttir

MSc. Íþróttasálfræði og BSc. Hreyfifræði

Ég stofnaði Hope vegna þess að mér fannst vantar betri lausn til að kenna fólki í yfirþyngd að breyta um lífsstíl til frambúðar. Margir fara í stutt tímabundin átök sem bera lítinn ávöxt til lengri tíma. En undanfarin ár hef ég sérhæft mig í að hjálpa fólki í mikilli yfirþyngd að breyta um lífsstíl.

Ég er með Bachelor of Science gráðu í Hreyfifræði (Kinesiology) með áherslu á þjálfun frá San Franisco State University og Mastersgráðu í Sálfræði með áherslu á íþrótta/heilsu sálfræði frá Capella Unviersity. Ég valdi sálfræði því ég veit af reynslu hvað það er mikilvægt að hafa andlegu hliðina í lagi, og að hún er alveg jafn mikilvæg og líkamleg heilsa þegar það er verið að gera lífstílbreytingu.

Ég hef verið í íþróttum allt mitt líf, en ég byrjaði ung í fimleikum og æfði hjá fimleikafélaginu Björk. Þegar ég lagði fimleikabolinn á hilluna byrjaði ég að þjálfa fimleika og fór svo út í því að vinna á líkamsræktarstöð sem hópaþjálfari og einkaþjálfari. Ég er einnig með einkaþjálfararéttindi frá International Sport Science Association og hef unnið sem einkaþjálfari og fjareinkaþjálfari í mörg ár.

Nám:
Master í Íþróttasálfræði, Capella University
Hreyfifræði frá San Francisco State University
Einkaþjálfaranám frá ISSA