Lesson Progress
0% Complete
Topic
Materials

AÐ BÚA TIL VENJUR

Til að breyta um lífsstíl er mikilvægt að búa sér til venjur, sem getur verið erfitt. En það er ekki nóg að ákveða að skapa sér einhverja venju, maður þarf líka að ná að halda það út til lengri tíma. Það sem hjálpar til við að búa til nýja venjur er að finna sér akkeri til að tengja nýju venjuna við.

Fyrsta skrefið er að velja sér hvaða venju maður ætlar að tileinka sér. Skref tvö er að finna sér akkeri. Það er best að velja sér eithvað sem er ekki of stór breyting til að byrja með.

Hvernig á að velja akkeri:

 1. Akkerið þitt þarf að vera mjög áreiðanegur vani
  1. Ég legg áherslu á að vanin þarf að vera eithvað sem þú gerir alltaf.
 2. Akkerið þarf að vera nákvæm venja
  1. Venjur sem eru ekki námkvæmar virka ekki vel (t.d eftir kvöldmat)
  1. Nákvæmar venjur eru t.d eftir að ég helli morgunkaffinu í bollann, eftir að ég loka uppþvottavélinni, eftir að ég labba inn í vinnuna o.s.frv.
 3. Akkerið þitt þarf að gerast jafn oft yfir daginn og þú vilt gera venjuna.
  1. T.d ef þú vilt að venjan (t.d setja fötin þín í óhreinataugið) gerist einu sinni á dag þá þarftu að tengja það við athöfn sem gerist einu sinni á dag eins og að fara í náttföt
  1. T.d ef þú ætlar að nota tannþráð 2 á dag þá tengir þú það við hegðun sem gerist 2 á dag (t.d ef þú burstar tennurnar 2 á dag á hverjum degi), þá myndir þú ákveða að tengja það tvennt saman.
 4. Reyndu að láta akkerið þitt vera tengt nýju hegðuninni
  1. T.d að nota tannþráð eftir að tannbursta sig, það er gert á sama stað, og er tengjist þar sem það er bæði fyrir tennurnar.
  1. T.d setja fötin sín í óhreinataugið þegar maður fer í náttföt, því þá er maður að fara úr fötunum.
  1. Venjur sem tengjast ekki eru t.d þegar ég er búin að elda matinn

Inn í materials er svo verkefni fyrir þig að gera þar sem að þú skrifar niður hvaða venjur þú ætlar að skapa þér

Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það tekur tíma og vinnu að breyta um venjur, það gerist ekki af sjálfum sér. Þessi leið er mjög góð til þess að byrja að breyta venjum og ég mæli hiklaust með því að prófa þetta og gefa þessu tíma.

 

Smelltu hér á til þess að opna verkefnið:   Að búa til venjur