Lesson Progress
0% Complete
Topic
Materials

Að mæla árangur

Hvernig mælum við árangur?

Þegar maður mælir árangur þá á maður það til að skoða bara tölur eins og þyngd og cm, en það er mjög mikilvægt að skoða meira en það, eins og breytingar í hugsunarhætti.

Þó það sé auðvelt að fylgjast með cm og kg þá er mun mikilvægara að horfa á árangur sem að maður nær í hugarfarsbreytingu, og breytingu á venjum þó svo að það sé ekki eins auðvelt að fylgjast með. Þetta eru breytingar sem að maður gleymir oft að hrósa sér fyrir.

Á þessu námskeiði erum við að einbeita okkur að því að breyta hugsunarhætti og því er það eithvað sem við viljum mæla og fylgjast með.

Hvernig mælum við þann árangur?

Til að mæla þennan árangur þá er mikilvægt að vera meðvituð um allar ákvarðanirnar sem að maður tekur. Allar „litlu“ ákvarðanirnar sem maður tekur til hins betra eru allar árangur sem við ættum að hrósa okkur fyrir.

Til að hafa þann árangur ofarlega í huga, þá er gott að skrá hann niður, þá getum maður séð árangurinn svart á hvítu, sem getur verið sérstaklega mikilvægt þegar maður þarf auka hvatningu og að minna sig á hversu langt maður er komin. Einnig er gaman að líta síðan til baka og sjá þróunina sem að hefur orðið á lífstílnum hjá manni.

Nú er tími til þess að hugsa til baka og sjá hvaða breytingar þú ert búin að gera hjá þér.

Næsta skref er að smella á materials hér að ofan og opna verkefnið sem að er þar inni. Inn í það skjal skráir þú allar þær breytingar sem að þú hefur gert á þínum lífsstíl og þínum hugsunarhætti.

Með því að smella á linkinn opnar þú verkefnið, þú vistar þetta skjal í tölvuna hjá þér og skilar því síðan í viku 10. Eftir viku 10, heldur þú samt áfram að fylla inn í það og skilar því svo aftur í viku 16.

Að mæla árangur - verkefni