Leiðbeiningar til að fylla út í æfingardagbók

 Hér eru leiðbeiningar fyrir að fylla út í æfingardagbók:

  • Reitur 1 “sláðu inn æfingu”: þarna skrifar þú nafnið á æfingunni sem þú ert að fara að gera
    • T.d Armbeygjur
    • Ef æfingin sem þú villt skrá er ekki til í gagnagrunninum, þá er samt hægt að skrá hana sjálf inn
  • Reitur 2 “fjöldi”: þarna skráir þú hversu marga hringi/skipti þú gerir af æfingunni
  • Ath, þetta eru ekki skipti í einu heildur hversu marga hringi þú gerðir.
    • T.d ef þú gerðir 10 armbeygjur í einu og það 3 sinnum, þá skrifar þú 3 í þennann reit.
  • Reitur 3 “sett” :  þú gerir ekkert í þessum reit en hann er einingin fyrir reitinn fyrir framan s.s hversu marga hringi gerðir þú af æfingunni
  • Reitur 4 “fjöldi” :  þarna skráir þú hversu margar endurtekningar þú gerðir í einu
  • T.d gerði 10 armbeygjur 3 sinnum, þá skráir þú 10  í þennann reit.
  • Reitur 5 “reps” :  Þessi reitur er til að sýna hvaða einingu þá skráðir í reit 4.
    • T.d ef þú gerðir 10 endurtekningar, þá á að standa reps.
    • Sjá nánari lýsingu á hvað hver eining þýðir hér fyrir neðan.
    • Ef þú ert ekki að skrá fjölda af endurtekningum, heldur vilt þú skrá t.d mínútur, þá smellir þú á reps, og þá koma upp valmöguleikar til að breyta reitinum í, þar velur þú mín.
  • Reitur 5 “athugasemdir”: í þennann reit getur þú skráð hvað sem er en það þarf ekki að skrá neitt þarna frekar en maður vill.

Hér kemur útskýring á hvað Sett, Reps, Mín og Sek, sem er hægt að velja um í reitum 3 og 5 þýðir:

  • Sett = hversu marga hringi gerðir þú af æfingunni (t.d ef þú gerir 10 armbeygjur 3 sinnum, þá fer 3 fyrir framan sett.)
  • Reps = hversu oft í einu gerðir þú æfinguna (t.d ef þú gerir 10 armbeygjur 3 sinnum, þá fer 10 fyrir framan reps.
  • Min = hversu margar mínútur þú gerðir æfinguna (fjöldi af mín er skráð þá í reitinn fyrir framan)
  • Sek = hversu margar sekúndur þú gerðir æfinguna (fjöldi af sek er skráð þá í reitinn fyrir framan)

Þegar maður er búin að fara á æfinguna, þá á að smella á “check” (v) merkið sem er fyrir ofan æfinguna, þá kemur verður það grænt og það kemur undir merkinu dagsetninginn sem þú fórst á æfinguna, svo þarf að ýta á “vista” hnappinn. Svona get ég fylgst með hvenær þú fórst á æfinguna.

Til að bæta við æfingardegi þá er smellt á “bæta við æfingardegi”

Þegar vikan er búin, þá er smellt á “Byrja næstu viku” sem er neðst á síðunni, þá ferðu yfir í næstu viku til að merkja við þegar þú ferð á æfingu o.s.frv. 

Muna að það þarf alltaf að vista áður en maður fer út úr æfingardagbókinni.