Þegar maður er að venja sig á það að borða hollt, þá byrjar það alltaf á því sem þú verslar inn í matinn.

Það er mun auðveldara að segja nei við óhollustu í búðinni, heldur en þegar maður á það til í skápnum hjá sér.

Ein besta leiðin til að koma í veg fyrir að maður kaupi eithvað óæskilegt í búðinni er að gera innkaupalista yfir það sem þú ætlar að kaupa. Það hjálpar líka til við það að vera búin að hugsa fyrirfram hvað þú ætlar að borða á næstu dögum.

Þegar maður er með innkaupalista þá getur maður farið í gegnum búðarferðina án þess að þurfa að taka ákvörðun um hvað eigi að kaupa þegar freistingarnar eru beint fyrir framan mann. Einnig kaupir þú bara það sem veist að þú ert að fara að borða og sparar því þannig pening.

Einnig er gott að ákveða hvenær maður fer í búðina og setja það inn í rútínuna hjá sér. T.d fara alltaf á mánudögum og kaupa inn fyrir vikuna, eða fara á sunnudögum og miðvikudögum og versla inn fyrir nokkra daga í einu. Til þess að gera búðarferðina auðveldari þá á maður aldrei að fara svöng/svangur í búðina, því það gerir það miklu erfiðara að standast freistingarnar.