Hvernig setjum við okkur markmið?

Til þess að ná árangri er mjög mikilvægt að setja sér markmið og til þess að geta náð og mælt þau þá er mikilvægt að setja þau upp skipulega.

Þá kemur S.M.A.R.T. markmiða aðferðin sterk inn. Hér kemur útskýring á því hvernig hún virkar:

S.M.A.R.T. stendur fyrir

S = Skýr (specific)

 • Markmiðin þurfa að vera skiljanleg og nákvæm. Góð leið er að hugsa, hvað er markmiðið, afhverju vill ég þetta markmið, og hvernig ætla ég að ná því.
 • T.d ekki segja: ég ætla að drekka meira vatn. Frekar: ég ætla að dreka 2L af vatni o.s.frv.

M = Mælanleg (measurable)

 • Markmiðin verða að vera sett upp þannig að þú vitir hvenær þú hafir náð þeim. Þú verður að geta mælt árangurinn þinn.Gott er að passa að hafa lítil markmið sem vinna að stærra markmiði.
 • T.d Ekki segja ég ætla að æfa oftar, heldur ég ætla að æfa á mánudögum og miðvikudögum í 4 vikur. Þá er mjög auðvelt fyriri þig að mæla hvort að þú náðir því markmiði. Svo þegar því er náð er hægt að framlengja því eða að auka við það.

A = Alvöru  (attainable)

 • Markmiðin verða að vera eithvað sem að þú getur náð að gera. Það er gott að spyrja sig, hvaða hæfileika þarf ég til að ná því o.s.frv.

R = Raunhæf/viiðeigandi (Relevant)

 • Markmiðin verða að vera raunhæf, eithvað sem tekur ekki of langan tíma að ná, en er samt krefjandi. Til að vita hvort þau eru raunhæf eða ekki er gott að spyrja sig hvað þarf ég að gera til þess að ná þeim? Er ég tilbúin að leggja á mig og fórna því sem þarf til þess að ná þessu markmiði? T.d það er ekki raunhæft að segja ég ætla að hlaupa maraþon eftir mánuð ef maður er ekki vanur að hlaupa o.s.frv.
 • Einnig þarf að spurja sig afhverju þú vilt ná þeim (og passa að það sé ethvað sem raunverulega skiptir þig máli)

T = Tímasett (Time bound)

 • Það verður að vera tímasetning á markmiðinu, hvenær þú ætlar að vera búin að ná því.

Dæmi

S (skýr setning, mitt markmið er að..) = fara oftar á æfingu

M (hvernig ætlar þú að mæla það) = ég ætla að mæta 3 í viku í 4 vikur

A (til að ná þessu þá þarf ég að) = eiga kort í ræktina og mæta

R (afhverju viltu ná þessu markmiði)=  því að það lætur mér líða vel

T (hvenær ætla ég að vera búin að ná markmiðinu) = eftir 4 vikur

Markmiðið: Ég ætla að mæta 3 í viku í ræktina í 4 vikur.

Áður en þú ákveður markmið þá skalt þú hugsa út í það, hvað mun þessi breyting/þetta markmið hafa áhrif á mínu lífi sem aukaverkun (t.d Markmið: ég ætla að æfa kl 6 á morgnanna. Aukaverkun: ég fæ minni svefn/þarf að fara fyrr að sofa og þar af leiðandi missa meira úr kvöldinu o.s.frv.) svo skaltu spyrja þig hvort þetta sé eithvað sem þú ert tilbúin að gera.

Hér eru nokkur góð ráð til að hafa í huga þegar að þú ert að setja þér markmið:

 1. Skrifaðu markmiðin í skjalið sem ég sendi þér, prentaðu það út of hafðu það á áberandi stað
 2. Ef þú ert með fleirri en eitt markmið þá er gott að forgangsraða þeim
 3. Gerðu plan til þess að ná markmiðunum
 4. Hafðu markmiðið jákvætt

Þegar að þú ert búin að lesa þetta yfir þá smellir þú á Mark Complete