Mataræði – Ráð sem Gott er að Hafa í Huga

Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa bak við eyrað J

 1. Drekka nóg vatn
  1. Gott er að drekka nóg vatn, og reyna að drekka 1glas fyrir hverja máltíð. Líkaminn getur gefið merki um að vera svangur, þegar í raun honum vantar vatn. Þess vegna er mikilvægt að drekka 2L af vatni jafnt yfir daginn.
 • Setja sér markmið fyrirfram
  • Þegar þú ert að fara í aðstæður þar sem þú veist að það verður boðið upp á nammi, smákökur, eða konfekt (o.s.frv.) þá er gott að setja sér markmið fyrirfram um hversu mikið maður ætlar að fá sér. Eins og sagt er “allt er gott í hófi”, t.d ákveða ég ætla að fá mér 2 konfekt mola, þá er hægt að njóta þess að borða þá án þess að vera með samviskubit og án þess að missa sig.
 • Ekki gleyma að borða
  • Mikilvægt er að borða reglulega yfir daginn, með því að vera ekki svöng þá er auðveldara að standast frestingar.
 • Borða ávexti
  • Þegar það kemur mikil löngun í sætindi er oft hægt að svala henni með því að fá sér ávexti, t.d mandarínur eða grænmeti
 • Borða grænmeti
  • Það er rosalega lítið af hitaeiningum í grænmeti, þannig að það má alltaf borða eins mikið grænmeti og maður vill
  • Gott er nota grænmetið sem uppfyllingarefnni, t.d gera sér alltaf salat með matnum.
  • Ef þú ert svöng og langar að narta í eithvað, þá er gott að skera niður gulrætur, eða fá sér t.d litla tómata.
 • Skrá inn í matardagbók fyrst
  • Þegar þú ert komin með mikla löngun í eithvað sætt (t.d nammi) þá skalt þú skrá það sem þú ert að spá í að leyfa þér að fá fyrir fram (s.s áður en þú borðar það) þá sérð þú hvað það eru margar hitaeiningar (stendur á pakkanum ef það er ekki til í matargagnagrunninum) og þá er hægt að taka meðvitaða ákvörðun.
 • Ekki gleyma að njóta
  • Það er mikilvægt að vera ekki of hörð við sig, best er að taka meðvitaða ákvörðun um að leyfa sér aðeins og njóta þess án alls samviskubits. Millivegurinn er bestur.