Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að fylla inn í matardagbókina.
Ef þú ætlar t.d. að setja inn 1 epli inn, þá er það gert svona:
Skrifar “Epli” inn í reitinn sem heitir “Skrá fæðutegund”, ef það kemur upp Epli í leitinni, þá getur þú valið það þar.
Næst smellir þú á “Bæta við fæðutegund”, en þá sækir forritið upplýsingar um kaloríur og næringarefni úr gagnagrunninum okkar. Það kemur inn 1g sem magn, eða skammtastærð. En til þess að setja rétt magn inn, þá smellir þú á reitinn sem er bak við “bæta við fæðutegund” þar setur þú inn magnið af matnum (Grömmin) eða magnið af skömmtum (Eftir því hvaða eining er í boxinu bak við þetta box). næsta box er boxið með einingunni, þú s.s smellir á það og getur þar valið g, ml, eða skammtastærð.
Til að bæta við næstu fæðutegund smellir þú fyrst á plúsinn til að fá nýja línu, fyllir svo ú fæðutegundina og ýtir á “Bæta við fæðutegund”.
Þegar þú ert búin að fylla inn, þá þarf að smella á “vista” neðst á síðunni til að vista allar breytingar sem þú ert búin að gera.
Athugið að ef það kemur ekki upp rétt fæðutegund í leitinni þegar þú ert að skrifa nafnið á fæðutegundinni, þá er möguleiki á að hún sé ekki til í gagnagrunninum okkar.
Þá skrifar þú bara nafnið sjálf og fyllir inn hitaeiningafjöldann í texta boxið hægra meginn, en þær upplýsingar er að finna á næringarupplýsinga miðum á flestum fæðutegundum. Ef þú ert ekki með næringarupplýsingarnar þá getur þú sleppt að fylla það inn.
Einnig er hægt að setja inn mynd af máltíðinni þinni með því að smella á “bæta við mynd” þá getur þú annaðhvort tekið mynd eða valið mynd sem er vistuð í þitt tæki (síma/tölvu)
Upp í hægra horninu sérð þú “Kcal (markmið)” og “Kcal (samtals)”. Kcal (markmið) er sá fjöldi af hitaeiningum sem þú átt að borða yfir daginn til að viðhalda þér. Kcal (samtals) er hitaeiningarfjöldinn sem þú ert komin upp í.
Svo ef það eru einhverjar spurningar eða eithvað sem þér finnst ekki skirt þá er bara að senda skilaboð um leið.