Nánari upplýsingar um námskeiðið

Námskeiðinu er skipt upp í 16 vikur, í hverri viku ertu annaðhvort að læra eithvað nýtt, eða halda áfram með verkefni sem þú varst byrjuð á. Hver vika er læst þangað til að það kemur að henni í námskeiðinu, þannig að það er ekki hægt að vinna verkefnin fyrirfram, en þú getur samt sem áður unnið þau eftir á ef að eithvað kemur upp á og þú nærð ekki að sinna þeim á réttum tíma.

Þar sem að þú ert að fá nýtt efni í gegnum allt námskeiðið er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það er mikilvægt að gefa sér allar 16 vikurnar til þess að fá sem mest út úr námskeiðinu. Ég er að gefa þér þekkingu og tæki til þess að líða betur á líkama og sál, en mikilvægt er að þú haldir síðan áfram þeirri vinnu.

Þegar að þú ferð inn á þitt svæði á Hope heimasíðunni þá munt þú sjá eftirfarandi flipa efst á henni, hér fyrir neðan mun ég útskýra hvað við notum hvern og einn fyrir.

Verkefnasíða:

Hér fer stærsti parturinn af námskeiðinu fram.

Þegar að þú ferð inn á þessa síðu þá sérð þú að hún er skipt niður í vikur. Undir hverri viku er fræðsluefni ásamt verkefnum. Það opnast fyrir nýja viku á hverjum mánudegi. Ég les yfir öll verkefnin sem að þú skilar viku eftir að þau opnuðust. Mikilvægt er að gera öll verkefnin og gefa sér góðan tíma í þau til þess að þau hafi sem mest áhrif.

Dagbók:

Undir þessum flipa finnur þú dagbókar form fyrir þig að skrifa inn í einu sinni í viku.

Á hverjum mánudegi ferð þú hér inn og gerir upp vikuna á undan og gerir plön fyrir þá næstu. Hér erum við að einblína meira á andlega líðan og hvernig við upplifum breytingar.

Þú skrifar um það hvernig þér fannst síðasta vika ganga hjá þér (ekki bara á námskeiðinu heldur bara í heildina í þínu lífi), fannst þú einhhverjar breytingar á hugsunarhætti hjá þér? Hvernig leið þér? Hvað gerði þig glaða? Lét þig brosa? Hvað hafði neikvæð áhrif á þig o.s.frv.

Síðan skrifar þú hvað þú ætlar að gera öðruvísí eða eins í næstu viku byggt á því sem þú lærðir í  vikunni á undan. Ég fer yfir færsluna og skrifa til þín til baka, það getur verið hvatnig, ráð eða hvað sem við hverju sinni.

Þegar að þú ert að skrifa þessar færslur þá kemur þú líka inn á þau verkefni sem eru búin, en ert að halda áfram með sjálf, þarna skrifar þú hvernig það gengur.

T.d Þegar að þú ert búin með verkefnin sem varða svefnvenjur, þá heldur þú samt áfram að halda þeirri rútínu sem að þú bjóst til (þó þú sért ekki að skrá það inn í form), en þú skrifar með í dagbókina hvort það sé að ganga vel að viðhalda þeim venjum.

Þér er að sjálfsögðu velkomið að skrifa oftar í dagbókina og þú munt alltaf fá svör frá mér við hverja færslu.

Matardagbók

Partur af því að vera heilbrigður og líða vel er að næra líkamann sinn vel. Til þess að geta nært líkamann sinn vel þá er mikilvægt að þekkja inn á hann og vita hvað þín þörf er, því það er enginn eins og það sem hentar öðrum hentar ekki endilega þér. Í verkefna hlutanum munt þú læra um næringu sem mun gefa þér breiðari þekkingu. En það er líka mikilvægt að vera meðvituð um það sem þú ert að borða og hvort það er of lítið, of mikið eða passlegt magn fyrir þig. Þar kemur matardagbókin inn, en við byrjum ekki að nota hana formlega fyrr en þú kemur að þeirri viku í verkefninum, en hún er bara hjálpar tæki til að átta sig á skammtastærðum og næringagildi í mat. En þú mátt að sjálfsögðu setja inn í hana fyrr og nota hana sem hjálpartæki frá byrjun ef að þú vilt. Það koma mataruppástungur frá mér inn í matardagbókina.

Þegar að þú ferð inn í hana sérð þú að það er hitaeiningarmarkmið skráð, en það eru þær hitaeiningar sem þinn líkami þarf til þess að viðhalda sér. En þú lærir nánar um það síðar í námskeiðinu.

Uppskriftir

Hér getur þú farið inn til að búa til þínar eigin uppskriftir sem þú getur síðan sett inn í matardagbókina auðveldlega ef að þú vilt notast við hana. En það sem er sérstakt við þessa uppskrifta síðu er að þú færð hitaeiningafjölda á uppskriftunum, sem hjálpar þér við að átta þig á því hvaða magn hentar þínum markmiðum.

Hreyfing

Hér inni sérð þú æfingadagbók þar sem að þú skráir inn þína hreyfingu, þegar að það líður á námskeiðið þá förum við betur yfir hreyfinguna og þú færð hreyfiplan frá mér.

Skilaboð

Þegar að þú ferð inn í þennann flipa þá kemur upp skilaboðagluggi þar sem þú getur sent til mín skilaboð hvenær sem er, hvort sem að það eru spurningar, vangaveltur eða bara hvað sem er.

Bóka viðtal

Þessi flipi er notaður til þess að bóka í video viðtal við mig. Video viðtöl fara fram á 4 vikna fresti. Þessi viðtöl eru til þess að fara yfir andlegan vellíðan, stöðuna hjá þér, og til þess að fá stuðning og hvatningu með áframhaldið.

Annað

Til þess að ná árangi og að halda þessum lífsstíl, þá þarf þú að vera tilbúin til að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Við erum að gera þetta saman, en jafnframt því er ég að kenna þér að geta haldið áfram að vinna í þér. Gott dæmi er að ef þú ert að keppa í kappakstri þá get ég gefið þér besta bílinn en það ert alltaf þú sem þarft að ýta á bensíngjöfina og stýra. Maður nær ekki árangri nema með að vera með opin huga og vera tilbúin að leggja sig fram við verkefnin.

Það er enginn eins.

Það er engin eins og það er gott að gera sér grein fyrir því strax. Það getur tekið mislangan tíma að breyta um lífsstíl og að skapa venjur, það fer allt eftir því á hvaða stað þú ert þegar þú byrjar og hvað þú ert tilbúin að leggja miklu vinnu í þessa breytingu. Þannig ekki bera þig saman við aðra, og gott er að hafa í huga að maður fær aldrei að heyra alla söguna frá öðrum. Það er bara til ein þú 

Samvinna:

Við erum að gera þetta saman, og til þess að ég geti hjálpað þér sem best þá er mjög mikilvægt að það sé mikið samband okkar á milli. Ég fer yfir allt sem að þú skilar til mín, en það er líka mikilvægt að þú sért virk í að senda á mig í gegnum skilaboðin hvernig er að ganga o.s.frv. Það er líka mjög mikilvægt að mæta í video viðtölin.

Lykillinn hér er: því meira samband því betra, og því meira sem ég veit hvað er í gangi, því betur get ég hjálpað þér.