Lesson Progress
0% Complete

Spegill – Verkefni 4 – Að vera sinn helsti stuðningsmaður

Í þessu verkefni notum við tvær aðferðir sem að við erum búin að læra; að stoppa neikvæðar hugsanir, og að búa sér til venjur.

Nú erum við búin að vera að vinna með það að horfa á sig og hugsa fallega um sjálfan sig. Þetta er eithvað sem við viljum halda við og gera að vana.

Næsta skref er að líta í spegil á hverjum degi og segja fallega hluti um sig, t.d horfa í augun á þér í speglinum þegar að þú ert að þvo þér um hendurnar eða að horfa á allann líkamann þegar að þú ert að klæða þig o.s.frv. þú ákveður hvenær það er og reynir að gera það alltaf á sama tíma til þess að það gleymist ekki (s.s ef þú ákveður að gera þetta verkefni þegar að þú ert að tannbursta þig, þá reynir þú að gera það alltaf þá (má auðvita gera oftar, og á endanum verður þetta vani sem að þú gerir alltaf þegar að þú horfir í spegil). Þú notar það sem að við lærðum í, Að búa til venjur, verkefninu til þess að tengja þetta við eithvað annað sem að þú gerir alltaf.

Verkefni: þegar að þú horfir á þig þá ætlar þú að segja 3 fallega hluti um þig. Síðan þegar að það er komið í vanann, þá getur þú byrjað að gera þetta alltaf þegar að þú sérð þig í spegli, án þess að þurfa að hugsa mikið út í það.

Ef að það kemur upp neikvæð hugsun upp, þá notar þú STOPP tæknina sem að við erum búin að vera að vinna með, þú notar hana með því að segja stopp og skipta því út fyrir eithvað jákvætt. 

Þegar að þú ert búin að gera þetta yfir vikuna, þá skráir þú í dagbókina þína hvernig það gekk að nr.1 gera þetta að venju, s.s gera þetta á hverjum degi á sama tíma og nr.2 hvernig það gekk að finna hluti til að segja. Þú mátt líka skrá eftir hvernig dag ef að þér finnst það betra.

Þegar að þessi vika er búin, þá heldur þú samt áfram að gera þetta þó svo að þú þurfir ekki að skrá það niður.