Lesson Progress
0% Complete

Náttúrulegur sykur eða viðbættur sykur?

Hvað er viðbættur sykur?

Þegar talað er um viðbættan sykur í matvælum þá er verið að tala um sykur sem er bætt við í matvælin við framleiðslu. Þetta getur verið hvítur sykur, en einnig hrásykur, púðursykur, melassi, síróp, agavesíróp, glúkósi (þrúgusykur), ávaxtasykur (frúktósi), o.s.frv. Þegar er um viðbættan sykur að ræða, þá er það magnið sem skiptir máli en ekki hvaða tegund það er.

En hvenær er sykur í matvælum ekki viðbættur sykur?

Í sumum matvælum er sykur án þess að honum hafi verið bætt við í framleiðslu, dæmi um þetta er ávaxtasykur í ávöxtum og mjólkursykur í mjólkurvörur. En þessi sykur er ekki talin viðbættur sykur.

Hvernig veit ég hvort það er viðbætur sykur í matnum sem ég er að kaupa?

Þegar þú skoðar umbúðirnar á t.d á skyri þá sérð þú tvær merkingar aftan á, ein er tafla sem inniheldur næringargildin, þar á meðal sykur, þar sérð þú heildarmagn af sykri í vörunni (heildin af viðbættum sykri (ef hann er til staðar) og náttúrulegum sykri (ef hann er til staðar). En sú tafla segir þér ekki hvort sykurinn sé náttúrulegur eða viðbættur.

Næsta skref er að skoða listann af innihaldsefnum, en þar er listi af öllu sem er í matnum. Í þeim lista er tekið fram ef það er viðbættur sykur í vörunni, en það er ekki tekin fram náttúrulegur sykur. Þannig að ef það stendur sykur (eða eitthað af því sem ég nefndi hér að ofan) þá er viðbættur sykur í vörunni. Ef það stendur ekki sykur (eða neitt af samheitum yfir sykur) þá er bara náttúrulegur sykur í vörunni (magnið af honum er þá í töflunni).

Gott er að hafa í huga að efnin í innihaldslistanum eru skráð í sömu röð og magnið/hlutfallið af þeim í vörunni. Þannig að ef sykur er t.d innihaldsefni númer 2, þá er næst mest af sykri í vörunni. S.s það sem er skráð fyrst er í mestu magni, það sem er númer 2 í listanum er í næst mesta magni  o.s.frv.

Það getur komið manni vel á óvart hversu mikill sykur er í sumum vörum, ég mæli með því að kíkja aftan á matvælin t.d skyr næst þegar að þú ferð út í búð, og bera saman mismunandi brögð, og frá mismunandi framleiðum og sjá muninn.